Erlent

Rannsaka fangaflug í Evrópu

Sérstök samevrópsk rannsóknarnefnd um leynifangelsi CIA kannar nú tugi grunsamlegra flugferða sem hafa lent í Evrópu undanfarin ár. Reynir nefndin nú að fá gervihnattamyndir af stöðum í Rúmeníu og Póllandi þar sem grunur leikur á um að séu leynifangelsi. Í viðtali við AP-fréttastofuna í dag sagði Dick Marty, formaður nefndarinnar, að enn væru engar haldbærar sannanir fyrir því að leynifangeli væru til í Evrópu þrátt fyrir margar vísbendingar þess efnis. Flugvélarnar sem rannsóknin snýst um eru allar sennilega í eigu fyrirtækja með bein eða óbein tengsl við CIA að sögn Marty. Rannsóknin beinist nú aðallega að þeim stöðum sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch benda á í nýrri skýrslu um málið og segjast samtökin hafa fyrir því sannanir að CIA hafi flutt fanga frá Afganistan bæði til Póllands og Rúmeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×