Erlent

Hættulegasta borg Bandaríkjanna

Borgin Camden í New Jersey fylki í Bandaríkjunum er talin vera hættulegasta borg Bandaríkjanna. Þetta er annað árið sem borgin er efst á lista yfir hættulegustu borgir í Bandaríkjunum. Listinn nær til 369 borga og byggir á tölfræðilegum upplýsingum um fjölda alvarlegra glæpa, svo sem morð, nauðganir og rán árið 2004. Camden er 80.000 manna borg nálægt Philadelphiuborg. Næstu borgir á eftir á listanum yfir hættulegustu borgir Bandaríkjanna eru Detroit, St. Louis, Missouri og Flint en borgirnar eru allar í Michigan fylki. Öruggasta borgin í Bandaríkjunum er borgin Newton sem er úthverfaborg í nágrenni Boston. Newton er efst á lista yfir öruggustu borgir annað ár í röð. Í Camden er 15,9% atvinnuleysi á móti 2,9% í Newton. Rúmlega tveir-þriðju hlutar íbúa í Newton eru með fyrstu háskólagráðu eða hærri menntun á móti aðens 5% íbúa í Camden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×