Erlent

Breskir öryggisverðir drepnir

Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Árásin var gerð inni í miðri röð ungra manna sem biðu við ráðningarstöð írakska hersins í bænum Rabia, skammt frá landamærunum að Sýrlandi. Þeim var lokað í kjölfar árásarinnar. Í morgun var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. Árásir eru hlutfallslega sjaldgæfar í Basra og hefur verið fremur rólegt þar undanfarið rúmt ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×