Erlent

Skothríð á hóp mótmælenda

Lögregla í borginni Samawa í Írak hóf fyrir stundu skothríð á hóp atvinnulausra mótmælenda í borginni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru um tvö þúsund manns samankomin í borginni til að mótmæla því að enga vinnu sé að hafa hjá lögreglunni. Þegar nokkrir þeirra hófu steinakast í átt að lögreglu upphófust mikil læti og einhverjir lögreglumenn skutu á mannfjöldann. Talið er að minnst einn mótmælendanna hafi látist og nokkrir særst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×