Rifist um lykilráðuneyti 28. apríl 2005 00:01 Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. Ibrahim Al Jaafari, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði afhent forsetaráði landsins lista með væntanlegri ríkisstjórn landsins, sem verður væntanlega fyrsta lýðræðislega ríkisstjórn landsins í meira en hálfa öld. Þingið greiddi í morgun atkvæði með nýju stjórninni með yfirgnæfandi meirihluta en enn er þó deilt um skipan nokkurra lykilráðherraembætta: olíumálaráðherra, raforkuráðherra, iðnaðarráðherra og mannréttindaráðherra hafa ekki enn verið tilnefndir og sömu sögu er að segja af embættum tveggja aðstoðarforsætisráðherra. Þykir það sýna glöggt hversu djúpstæður ágreiningur er um nýju stjórnina. Þar verður enga félaga í flokki Iyads Allawis, núverandi bráðabirgðaforsætisráðherra, að finna en hann stormaði út af fundi og hætti þátttöku í myndun nýju stjórnarinnar fyrir skömmu þegar honum þótti ljóst að flokkurinn fengi ekki þau ráðherraembætti sem hann sóttist eftir. Ærin verkefni bíða nýju stjórnarinnar: hún þarf að hafa yfirumsjón með baráttunni við uppreisnar- og hryðjuverkamenn, sem og takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórnin verður að semja nýja stjórnarskrá í samstarfi við þingið en sá starfi hefur gengið illa og þykir víst að sótt verði um frest til að leggja stjórnarskrárfrumvarpið fram til þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda á nýjar þingkosningar í Írak í desember næstkomandi. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. Ibrahim Al Jaafari, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði afhent forsetaráði landsins lista með væntanlegri ríkisstjórn landsins, sem verður væntanlega fyrsta lýðræðislega ríkisstjórn landsins í meira en hálfa öld. Þingið greiddi í morgun atkvæði með nýju stjórninni með yfirgnæfandi meirihluta en enn er þó deilt um skipan nokkurra lykilráðherraembætta: olíumálaráðherra, raforkuráðherra, iðnaðarráðherra og mannréttindaráðherra hafa ekki enn verið tilnefndir og sömu sögu er að segja af embættum tveggja aðstoðarforsætisráðherra. Þykir það sýna glöggt hversu djúpstæður ágreiningur er um nýju stjórnina. Þar verður enga félaga í flokki Iyads Allawis, núverandi bráðabirgðaforsætisráðherra, að finna en hann stormaði út af fundi og hætti þátttöku í myndun nýju stjórnarinnar fyrir skömmu þegar honum þótti ljóst að flokkurinn fengi ekki þau ráðherraembætti sem hann sóttist eftir. Ærin verkefni bíða nýju stjórnarinnar: hún þarf að hafa yfirumsjón með baráttunni við uppreisnar- og hryðjuverkamenn, sem og takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórnin verður að semja nýja stjórnarskrá í samstarfi við þingið en sá starfi hefur gengið illa og þykir víst að sótt verði um frest til að leggja stjórnarskrárfrumvarpið fram til þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda á nýjar þingkosningar í Írak í desember næstkomandi.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira