Allt með kyrrum kjörum í London 4. ágúst 2005 00:01 Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina. Annatíminn í almenningssamgöngum gekk vandræðalaust fyrir sig sem má hugsanlega rekja til gríðarlegrar öryggisgæslu. Þúsundir lögreglumanna eru á götum borgarinnar, gráir fyrir járnum, og leyniskyttum var komið fyrir á húsþökum víða um borgina. Lögregluyfirvöld hafa gengið svo langt að sækja lögreglumenn á eftirlaunum til starfa á nýjan leik. Í morgun voru allar neðanjarðarlestarstöðvar í London opnar í fyrsta skipti síðan sjöunda júlí þegar fyrri árásarhrinan átti sér stað. Lögreglustjóri New York borgar greindi frá því í gærkvöldi að sprengjurnar, sem notaðar voru í þeirri árás, hafi verið einfaldar og gerður úr efnum sem finna mætti á næstu hárgreiðslustofu eða byggingavöruverslun. Meðal efna sem notuð voru til smíði þeirra voru hárbleikiefni til að setja strípur í hár og svo efni lík rotvarnarefnum. Sprengjurnar hafi verið sprengdar með farsímahringingu. Bretar eru ekki ánægðir með að greint hafi verið frá þessu og óttast jafnframt að þessar einföldu sprengjur þýði að hryðjuverkamenn eigi auðvelt með að setja þær saman. Þeir geti því ráðist á skotmörk í Lundúnum, þá líkast til önnur en almenningsfarartæki þar sem öryggiseftirlit er mikið. Í seinni hrinu árásanna voru sprengjurnar enn einfaldari, samkvæmt því sem ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Osman Hussain hafi sagt við yfirheyrslur. Hann mun hafa sagt að í bakpokanum sínum hafi verið hvellhetta til að búa til hvell og svo hveiti, en ekkert annað. Breska lögreglan vísar þessu hins vegar á bug. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina. Annatíminn í almenningssamgöngum gekk vandræðalaust fyrir sig sem má hugsanlega rekja til gríðarlegrar öryggisgæslu. Þúsundir lögreglumanna eru á götum borgarinnar, gráir fyrir járnum, og leyniskyttum var komið fyrir á húsþökum víða um borgina. Lögregluyfirvöld hafa gengið svo langt að sækja lögreglumenn á eftirlaunum til starfa á nýjan leik. Í morgun voru allar neðanjarðarlestarstöðvar í London opnar í fyrsta skipti síðan sjöunda júlí þegar fyrri árásarhrinan átti sér stað. Lögreglustjóri New York borgar greindi frá því í gærkvöldi að sprengjurnar, sem notaðar voru í þeirri árás, hafi verið einfaldar og gerður úr efnum sem finna mætti á næstu hárgreiðslustofu eða byggingavöruverslun. Meðal efna sem notuð voru til smíði þeirra voru hárbleikiefni til að setja strípur í hár og svo efni lík rotvarnarefnum. Sprengjurnar hafi verið sprengdar með farsímahringingu. Bretar eru ekki ánægðir með að greint hafi verið frá þessu og óttast jafnframt að þessar einföldu sprengjur þýði að hryðjuverkamenn eigi auðvelt með að setja þær saman. Þeir geti því ráðist á skotmörk í Lundúnum, þá líkast til önnur en almenningsfarartæki þar sem öryggiseftirlit er mikið. Í seinni hrinu árásanna voru sprengjurnar enn einfaldari, samkvæmt því sem ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Osman Hussain hafi sagt við yfirheyrslur. Hann mun hafa sagt að í bakpokanum sínum hafi verið hvellhetta til að búa til hvell og svo hveiti, en ekkert annað. Breska lögreglan vísar þessu hins vegar á bug.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira