Ætluðu ekki að deyja sjálfir 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira