Framlög til þróunarsamvinnu við Srí Lanka þrefölduð 12. janúar 2005 00:01 Vegna hamfaranna við Indlandshaf ákvað ríkisstjórn Íslands fyrir helgi að þrefalda framlög til þróunarsamvinnu við stjórnvöld á Srí Lanka og verður alls 75 milljónum króna varið til uppbyggingarstarfs þar í landi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Framkvæmdastjóri ÞSSÍ segir að aðstoðin verði einkum á sviði sjávarútvegs og algerlega á forsendum heimamanna. Tekið getur allt upp í áratug að koma þeim löndum sem verst urðu úti á svipaðar slóðir og þau voru á áður en hamfarirnar dundu yfir. Gerbreyttar forsendur Í desemberbyrjun ákvað stjórn ÞSSÍ að efna til þróunarsamstarfs við tvö ný lönd, Níkaragva og Srí Lanka, á sviði sjávarútvegs og jarðhita- og orkumála, og var áformað að verja 25 milljónum króna til þróunarmála í síðarnefnda landinu. Þegar hamfaraflóðin á annan dag jóla dundu yfir eyjuna var ljóst að allar forsendur samvinnunnar höfðu gerbreyst og því yrði að breyta áherslunum. "Núna er fiskiðnaður þeirra algerlega í rúst og við þurfum því að skoða málið frá algerlega nýjum sjónarhóli," segir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ. "Upphaflega ætluðum við að styðja við þá í fiskirannsóknum, stofnstærðarmati og slíku en nú er augljóst að meira þarf til." Yfir þrjátíu þúsund manns fórust í hamförunum á Srí Lanka og yfir ein milljón manna er heimilislaus. Fátæk fiskimannasamfélög urðu einna verst úti í flóðunum. Fyrir þau voru um 27.000 bátar til í landinu sem notaðir voru til fiskveiða. Þar af var um helmingur vélbátar, en talið er að allt að áttatíu prósent þeirra hafi eyðilagst eða laskast í flóðbylgjunni. Tíu af fimmtán fiskihöfnum eru ónýtar og fiskvinnslustöðvar og slippir hafa orðið fyrir miklu tjóni. Margir þeirra sjómanna sem enn eiga báta eru tregir til að snúa aftur til veiða þar sem þeir óttast að bátar sínir hafi orðið fyrir skemmdum og að önnur alda kunni að ríða yfir. Árið 2000 nam sjávarútvegur 2,7 prósentum af vergri landsframleiðslu Srí Lanka. Framlögin þrefölduð Of snemmt er að segja til um hvað gert verði til að koma srílönskum sjávarútvegi á réttan kjöl. "Núna erum við að hugsa um að fara fljótlega á vettvang aftur þegar aðeins hefur hægst um, þessa stundina er sjálf neyðaraðstoðin stjórnvöldum efst í huga. Eftir um það bil mánaðartíma gerum við ráð fyrir að senda út sérfræðinga í sjávarútvegsmálum til að ræða við yfirvöld um hvers konar aðstoð þau vilja í sjávarútvegsmálum miðað við núverandi aðstæður," segir Sighvatur en bætir við að samvinnan verði algerlega á forsendum heimamanna. Í síðustu viku samþykkti íslenska ríkisstjórnin að þrefalda áður ákveðin framlög sín til þróunarsamvinnu við stjórnvöld á Srí Lanka og því verður alls 75 milljónum króna varið til uppbyggingarstarfsins þar í landi á árinu 2005. Með þessu verður mögulegt að hefjast handa fyrr en áætlað var og unnt verður að takast stærri verkefni á hendur. Uppbyggingin tekur áratug Hvað sem þróunarsamvinnunni við Íslendinga líður er ljóst að mikið verk bíður Srí-Lankamanna við að koma efnahag og þjóðlífi aftur í svipað horf. Sighvatur telur að tekið geti allt upp í áratug fyrir þau lönd sem verst urðu úti í hamförunum að komast á svipaðar slóðir og þau voru á áður en hamfarirnar dundu yfir. "Það er mjög gleðilegt hversu hratt og mikið menn hafa brugðist við neyðarástandinu," segir Sighvatur en hann óttast að þegar frá líði muni áhugi heimsbyggðarinnar á málefnum svæðisins dvína. "Hvað dugar skammtímaminnið hjá heiminum lengi til að taka eftir uppbyggingingunni þegar neyðaraðstoðinni sleppir?" Kjarni málsins er þá að koma á fót öflugri neyðaraðstoð en einnig ættu ríkari þjóðir heimsins að létta á skuldabyrði þeirra sem urðu fyrir áföllum vegna hamfaranna. "Já, það er nauðsynlegt fyrir þessi lönd þannig að þau geti notað það fé sem ella færi til afborgana af erlendum skuldum til að byggja upp hjá sér," segir Sighvatur Björgvinsson að lokum. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Vegna hamfaranna við Indlandshaf ákvað ríkisstjórn Íslands fyrir helgi að þrefalda framlög til þróunarsamvinnu við stjórnvöld á Srí Lanka og verður alls 75 milljónum króna varið til uppbyggingarstarfs þar í landi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Framkvæmdastjóri ÞSSÍ segir að aðstoðin verði einkum á sviði sjávarútvegs og algerlega á forsendum heimamanna. Tekið getur allt upp í áratug að koma þeim löndum sem verst urðu úti á svipaðar slóðir og þau voru á áður en hamfarirnar dundu yfir. Gerbreyttar forsendur Í desemberbyrjun ákvað stjórn ÞSSÍ að efna til þróunarsamstarfs við tvö ný lönd, Níkaragva og Srí Lanka, á sviði sjávarútvegs og jarðhita- og orkumála, og var áformað að verja 25 milljónum króna til þróunarmála í síðarnefnda landinu. Þegar hamfaraflóðin á annan dag jóla dundu yfir eyjuna var ljóst að allar forsendur samvinnunnar höfðu gerbreyst og því yrði að breyta áherslunum. "Núna er fiskiðnaður þeirra algerlega í rúst og við þurfum því að skoða málið frá algerlega nýjum sjónarhóli," segir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ. "Upphaflega ætluðum við að styðja við þá í fiskirannsóknum, stofnstærðarmati og slíku en nú er augljóst að meira þarf til." Yfir þrjátíu þúsund manns fórust í hamförunum á Srí Lanka og yfir ein milljón manna er heimilislaus. Fátæk fiskimannasamfélög urðu einna verst úti í flóðunum. Fyrir þau voru um 27.000 bátar til í landinu sem notaðir voru til fiskveiða. Þar af var um helmingur vélbátar, en talið er að allt að áttatíu prósent þeirra hafi eyðilagst eða laskast í flóðbylgjunni. Tíu af fimmtán fiskihöfnum eru ónýtar og fiskvinnslustöðvar og slippir hafa orðið fyrir miklu tjóni. Margir þeirra sjómanna sem enn eiga báta eru tregir til að snúa aftur til veiða þar sem þeir óttast að bátar sínir hafi orðið fyrir skemmdum og að önnur alda kunni að ríða yfir. Árið 2000 nam sjávarútvegur 2,7 prósentum af vergri landsframleiðslu Srí Lanka. Framlögin þrefölduð Of snemmt er að segja til um hvað gert verði til að koma srílönskum sjávarútvegi á réttan kjöl. "Núna erum við að hugsa um að fara fljótlega á vettvang aftur þegar aðeins hefur hægst um, þessa stundina er sjálf neyðaraðstoðin stjórnvöldum efst í huga. Eftir um það bil mánaðartíma gerum við ráð fyrir að senda út sérfræðinga í sjávarútvegsmálum til að ræða við yfirvöld um hvers konar aðstoð þau vilja í sjávarútvegsmálum miðað við núverandi aðstæður," segir Sighvatur en bætir við að samvinnan verði algerlega á forsendum heimamanna. Í síðustu viku samþykkti íslenska ríkisstjórnin að þrefalda áður ákveðin framlög sín til þróunarsamvinnu við stjórnvöld á Srí Lanka og því verður alls 75 milljónum króna varið til uppbyggingarstarfsins þar í landi á árinu 2005. Með þessu verður mögulegt að hefjast handa fyrr en áætlað var og unnt verður að takast stærri verkefni á hendur. Uppbyggingin tekur áratug Hvað sem þróunarsamvinnunni við Íslendinga líður er ljóst að mikið verk bíður Srí-Lankamanna við að koma efnahag og þjóðlífi aftur í svipað horf. Sighvatur telur að tekið geti allt upp í áratug fyrir þau lönd sem verst urðu úti í hamförunum að komast á svipaðar slóðir og þau voru á áður en hamfarirnar dundu yfir. "Það er mjög gleðilegt hversu hratt og mikið menn hafa brugðist við neyðarástandinu," segir Sighvatur en hann óttast að þegar frá líði muni áhugi heimsbyggðarinnar á málefnum svæðisins dvína. "Hvað dugar skammtímaminnið hjá heiminum lengi til að taka eftir uppbyggingingunni þegar neyðaraðstoðinni sleppir?" Kjarni málsins er þá að koma á fót öflugri neyðaraðstoð en einnig ættu ríkari þjóðir heimsins að létta á skuldabyrði þeirra sem urðu fyrir áföllum vegna hamfaranna. "Já, það er nauðsynlegt fyrir þessi lönd þannig að þau geti notað það fé sem ella færi til afborgana af erlendum skuldum til að byggja upp hjá sér," segir Sighvatur Björgvinsson að lokum.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira