Erlent

Glæpir gegn múslimum aukast mikið

Glæpum gegn múslimum hefur fjölgað um hátt í 600% í Bretlandi síðan hryðjuverkin í London voru framin þann 7. júlí. Lögreglunni í Lundúnum hefur borist alls 269 tilkynningar um líkamsárásir en á sama tímabili í fyrra var tilkynnt um 40 slíka glæpi. Þá hefur lögreglunni borist þónokkrar tilkynningar um skemmdir á moskum. Fyrstu þrjá dagana eftir hryðjuverkin var tilkynnt um 68 trúarglæpi í London en sömu daga í fyrra bárust engar slíkar tilkynningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×