Yfirburðarsigur Abbas 9. janúar 2005 00:01 Mahmoud Abbas, frambjóðandi Fatah, stærstu fylkingarinnar innan Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) sigraði örugglega í forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Samkvæmt útgönguspám fékk hann á bilinu 66 til 70 prósent greiddra atkvæða. Mustafa Barghouti, helsti keppinautur Abbas, fékk um 20 prósent atkvæða. Enginn hinna fimm frambjóðendanna náði tíu prósenta fylgi. Gríðarleg fagnaðlæti brutust út víðsvegar um Palestínu þegar spárnar voru kunngjörðar. Fólk söng á götum úti og skotið var úr rifflum upp í loftið. Abbas, sem kallaður er Abu Mazen í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, hefur lofað að gera endurbætur á palestínska stjórnkerfinu, sem eftir áratuga stjórn Jasser Arafats er talið gjörspillt og óskipulagt. Abbas hefur ennfremur sagst ætla að endurverkja friðarviðræðurnar við ísraelsk stjórnvöld sem hafa legið niðri síðustu fjögur ár. Kosning Abbas er talin þýða að nýir tímar séu framundan í Palestínu. Abbas, sem hefur gagnrýnt ofbeldi palestínskra öfgamanna, nýtur víðtæks stuðnings alþjóðasamfélagsins enda þykir hann hófsamur leiðtogi. "Það eru erfiðir tímar framundan," sagði Abbas þegar hann ávarpaði fjölda stuðningsmanna sinna í borginni Ramallah. "Verkefnin eru óþrjótandi við að byggja upp palestínskt þjóðfélag og tryggja öryggi borgarana." Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segist reikna með að funda með Abbas fljótlega. Hann sagði sem tákn um vinsemd myndu ísraelsk stjórnvöld á næstunni sleppa hluta af um sjö þúsund palestínskum föngum sem eru í fangelsum í Ísrael. "Ég held að þessi kosning sýni að ákveðnar breytingar séu að eiga sér stað í Palestínu," sagði Raanan Gissin, aðstoðarmaður Sharon. "Við tökum þessum breytingum fagnandi og vonum að Abu Mazen leiði palestínsku þjóðina á leið sátta. Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Mahmoud Abbas, frambjóðandi Fatah, stærstu fylkingarinnar innan Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) sigraði örugglega í forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Samkvæmt útgönguspám fékk hann á bilinu 66 til 70 prósent greiddra atkvæða. Mustafa Barghouti, helsti keppinautur Abbas, fékk um 20 prósent atkvæða. Enginn hinna fimm frambjóðendanna náði tíu prósenta fylgi. Gríðarleg fagnaðlæti brutust út víðsvegar um Palestínu þegar spárnar voru kunngjörðar. Fólk söng á götum úti og skotið var úr rifflum upp í loftið. Abbas, sem kallaður er Abu Mazen í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, hefur lofað að gera endurbætur á palestínska stjórnkerfinu, sem eftir áratuga stjórn Jasser Arafats er talið gjörspillt og óskipulagt. Abbas hefur ennfremur sagst ætla að endurverkja friðarviðræðurnar við ísraelsk stjórnvöld sem hafa legið niðri síðustu fjögur ár. Kosning Abbas er talin þýða að nýir tímar séu framundan í Palestínu. Abbas, sem hefur gagnrýnt ofbeldi palestínskra öfgamanna, nýtur víðtæks stuðnings alþjóðasamfélagsins enda þykir hann hófsamur leiðtogi. "Það eru erfiðir tímar framundan," sagði Abbas þegar hann ávarpaði fjölda stuðningsmanna sinna í borginni Ramallah. "Verkefnin eru óþrjótandi við að byggja upp palestínskt þjóðfélag og tryggja öryggi borgarana." Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segist reikna með að funda með Abbas fljótlega. Hann sagði sem tákn um vinsemd myndu ísraelsk stjórnvöld á næstunni sleppa hluta af um sjö þúsund palestínskum föngum sem eru í fangelsum í Ísrael. "Ég held að þessi kosning sýni að ákveðnar breytingar séu að eiga sér stað í Palestínu," sagði Raanan Gissin, aðstoðarmaður Sharon. "Við tökum þessum breytingum fagnandi og vonum að Abu Mazen leiði palestínsku þjóðina á leið sátta.
Erlent Fréttir Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira