Áhyggjur móður hjálpuðu rannsókn 13. júlí 2005 00:01 Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Símhringing örvæntingarfullrar móður kom bresku lögreglunni á sporið í leitinni að þeim sem frömdu sprengjutilræðin í Lundúnum fyrir viku. Svarið við eftirgrennslan hennar reyndist annað og verra en hún átti von á - sonur hennar er einn þeirra fjögurra manna sem grunaðir eru um að hafa sprengt sprengjur í jarðlestum og strætisvagni og banað að minnsta kosti 52 manns. Lýsing móðurinnar á fötum sonarins kom heim og saman við þau sem voru á líki sem var svo illa farið að talið er að það sé af manninum sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í tveggja hæða strætisvagni við Tavistock-torg, að því er dagblaðið The Times greindi frá í gær. Þrettán manns fórust í þeirri sprengingu. Maðurinn, sem var 19 ára og hét Hasib Hussain, sást ásamt þremur öðrum mönnum á upptöku öryggismyndavélar á Kings Cross-lestarstöðinni, en upptakan var frá því kl. 8:30 á fimmtudagsmorguninn, um 20 mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en fæddir og uppaldir í Bretlandi. Lögreglan vissi að rannsóknin var keppni við tímann, þar sem á reið að finna hverjir staðið hefðu að tilræðunum; annars væri hætta á að þeir létu aftur til skarar skríða. Þótt sprengjumennirnir hafi sjálfir farist í árásunum er talið líklegt að samverkamenn þeirra eða hugsanlegur forsprakki gangi enn lausir. Sá forsprakki gæti verið tengdur alþjóðlegu hryðjuverkaneti eins og al-Kaída og að sögn sérfræðinga er vel hugsanlegt að hann hafi komið til Bretlands til að leita nýrra liðsmanna í hinu "heilaga stríði" og útvega þeim sprengiefni. "Ég trúi því einfaldlega ekki að verknaður eins og þessi geti hafa verið einkaframtak þessara fjögurra ungu manna," hefur AP eftir Paul Wilkinson, sem starfar við hryðjuverkarannsóknamiðstöð St Andrews-háskóla í Skotlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira