Mannréttindi víkja fyrir öryggi 5. ágúst 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til að breyta lögum um mannréttindi, standi þau í vegi fyrir því að ríkisvaldið geti sent útlendinga úr landi hvetji þeir til hryðjuverka. Bresk stjórnvöld geta þegar neitað þeim um aðgang, eða sent úr landi, sem teljast ógn við þjóðaröryggi. Sumar þessar breytingar kalla einungis á reglugerðabreytingar. Blair sagði möguleika á því að þingmenn yrðu kallaðir snemma til þings úr sumarfríi til að ræða lagabreytingar. Samkvæmt nýrri áætlun til að berjast gegn hryðjuverkum, sem Blair kynnti í gær, verður það gert ólöglegt að réttlæta eða lofsyngja hryðjuverk. Þá verður hverjum þeim sem á einhvern hátt tengjast hryðjuverkum hafnað um hæli í Bretlandi. Einnig á að kanna hvernig hægt verður að loka moskum sem hvetja til ofbeldisverka, og senda fólk úr landi sem tengist ákveðnum bókabúðum eða vefsíðum. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi sagði að þessar tvær síðastnefndur tillögur verði til þess að auka spennu í landinu. Kennedy sagði einnig að samvinna stjórnmálaflokka til að berjast gegn hryðjuverkum, sé í hættu vegna þessara tillagna Blairs. David Davis, skuggaráðherra innanríkismála fyrir Íhaldsflokkinn, sagðist að mestu leyti ánægður með tillögurnar, sem sneru að því að senda fólk úr landi eða meina þeim aðgang. Hann sagði þetta vera tillögur sem samræmdust því sem Íhaldsflokkurinn hefur verið að kalla eftir. Davis fannst þó sá tími sem gefinn er, eða mánuður, vera of stuttur. Ráð múslima í Bretlandi sagði að þessar breytingar muni vinna á móti tilgangi sínum, sérstaklega ákvörðunin að banna Hibz ut-Tahrir samtökin. "Ef einhver samtök eru talin brjóta gegn lögum okkar, eiga slík mál að fara í gegn um réttarkerfið en ekki neyða samtökin til að stafa í felum. Það lítur út fyrir að með því að banna samtökin séum við að grafa undan lýðræðislegum gildum okkar," sagði Inayat Bunglawala, talsmaður Ráðsins.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira