Erlent

Kjörstöðum lokað óvænt

Frambjóðendur valdir. Þessar konur kusu áður en vopnaðir menn  aflýstu kjörfundi.
Frambjóðendur valdir. Þessar konur kusu áður en vopnaðir menn aflýstu kjörfundi.

Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, frestaði í gær forkosningum sínum á Gaza­ströndinni eftir að vopnaðir fylgismenn hreyfingarinnar þustu inn á kjörstaði og lokuðu þeim. Mennirnir sögðu að þúsundir nafna vantaði á kjörskrár og þannig væri komið í veg fyrir að fjöldi fólks gæti kosið.

Í kjölfar atburðanna í dag gaf yfirmaður kjörstjórnar út að kosningarnar væru ógildar og efnt til nýs kjörfundar síðar. Kjósa átti frambjóðendur hreyfingarinnar fyrir þingkosningar sem fram fara í byrjun næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×