Erlent

Svíar líða fyrir Tsjernóbyl-slysið

Talið er að ríflega áttahundruð manns í norðurhluta Svíþjóðar hafi fengið krabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernóbyl árið 1986. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar um afleiðingar slyssins. Geislavirk ský fóru yfir norðurhluta Evrópu í kjölfar slyssins og merkjanleg aukning varð á krabbameinstilfellum. Vísindamennirnir segja að þegar búið sé að gera ráð fyrir öllum öðrum mögulegum orsökum krabbameins þá standi 849 óútskýrð tilfelli eftir sem aðeins verði skýrð með geislavirkni frá Tsjernóbyl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×