Barist hús úr húsi 9. nóvember 2004 00:01 Barist var hús úr húsi í Falluja í gær, á öðrum degi stórsóknar bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum sem hafa hreiðrað um sig í borginni. Bandaríkjaher beitir skriðdrekum, þyrlum og stórskotaliði gegn vígamönnum sem treysta á að vera snöggir í snúningum, koma nokkrum skotum á andstæðinga sína og hverfa svo á brott. Vígamenn komu sér fyrir í húsum og skutu þaðan á hersveitir sem sóttu fram, komu sér svo á brott og fundu sér annað skjól áður en bandarískar þyrlur og skriðdrekar jöfnuðu húsin við jörðu. Um leið og færi gafst á nýjan leik skutu þeir á hermenn þangað til tími var kominn til að leita skjóls annars staðar. Læknar kvörtuðu undan því að þá skorti hjálpargögn til að gera að sárum allra þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bardögum. Gömlu kvikmyndahúsi var breytt í skurðstofu eftir að helsta sjúkrahús borgarinnar féll í hendur íraskra hermanna á mánudag. "Okkur skortir lyf, rafmagn, vatn og eldsneyti," sagði Hachem al-Issawi læknir. Talsmenn Bandaríkjahers sögðust hafa náð þriðjungi borgarinnar á sitt vald í gær. Vígamenn vísuðu því á bug og sögðu enn barist í útjaðri borgarinnar. Þeir óbreyttu borgarar sem enn eru eftir í borginni héldu sig flestir innandyra. Flestir flýðu borgina áður en árásin hófst á mánudag. Enn eru þó fjöldi manna, kvenna og barna í borginni, 30 til 60 þúsund að mati Bandaríkjahers, allt að hundrað þúsund að mati íraskra stjórnvalda. Í það minnsta þrettán létust í sprengjuárás við slysamóttöku eins stærsta sjúkrahúss Bagdad. Hryðjuverkamenn höfðu stolið lögreglubíl, hlaðið hann af sprengjuefnum, keyrt upp að sjúkrahúsinu og sprengt hann í loft upp. Árásin á vígamenn í Falluja hefur valdið deilum innan írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Einn af flokkum súnní-múslima, Íslamski flokkur Íraks, hætti þátttöku í stjórninni í gær og ráðherra úr hans röðum sagði af sér. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Barist var hús úr húsi í Falluja í gær, á öðrum degi stórsóknar bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum sem hafa hreiðrað um sig í borginni. Bandaríkjaher beitir skriðdrekum, þyrlum og stórskotaliði gegn vígamönnum sem treysta á að vera snöggir í snúningum, koma nokkrum skotum á andstæðinga sína og hverfa svo á brott. Vígamenn komu sér fyrir í húsum og skutu þaðan á hersveitir sem sóttu fram, komu sér svo á brott og fundu sér annað skjól áður en bandarískar þyrlur og skriðdrekar jöfnuðu húsin við jörðu. Um leið og færi gafst á nýjan leik skutu þeir á hermenn þangað til tími var kominn til að leita skjóls annars staðar. Læknar kvörtuðu undan því að þá skorti hjálpargögn til að gera að sárum allra þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bardögum. Gömlu kvikmyndahúsi var breytt í skurðstofu eftir að helsta sjúkrahús borgarinnar féll í hendur íraskra hermanna á mánudag. "Okkur skortir lyf, rafmagn, vatn og eldsneyti," sagði Hachem al-Issawi læknir. Talsmenn Bandaríkjahers sögðust hafa náð þriðjungi borgarinnar á sitt vald í gær. Vígamenn vísuðu því á bug og sögðu enn barist í útjaðri borgarinnar. Þeir óbreyttu borgarar sem enn eru eftir í borginni héldu sig flestir innandyra. Flestir flýðu borgina áður en árásin hófst á mánudag. Enn eru þó fjöldi manna, kvenna og barna í borginni, 30 til 60 þúsund að mati Bandaríkjahers, allt að hundrað þúsund að mati íraskra stjórnvalda. Í það minnsta þrettán létust í sprengjuárás við slysamóttöku eins stærsta sjúkrahúss Bagdad. Hryðjuverkamenn höfðu stolið lögreglubíl, hlaðið hann af sprengjuefnum, keyrt upp að sjúkrahúsinu og sprengt hann í loft upp. Árásin á vígamenn í Falluja hefur valdið deilum innan írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Einn af flokkum súnní-múslima, Íslamski flokkur Íraks, hætti þátttöku í stjórninni í gær og ráðherra úr hans röðum sagði af sér.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira