Erlent

Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Allt starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Írak var flutt frá landinu eftir mannskæða árás á höfuðstöðvar þeirra í Bagdad fyrir ári. Síðan þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sent fámennara starfslið til landsins en Kofi Annan, aðalritari samtakanna, segir að fjölmennara starfslið verði ekki sent á vettvang fyrr en öryggi starfsmanna verði tryggt.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×