Íraskar konur uggandi um sinn hag 5. október 2004 00:01 Þótt hagur írösku þjóðarinnar hafi vænkast á ýmsa lund síðan stríðinu þar lauk þá hefur staða kvenna í þessu stríðshrjáða landi á margan hátt versnað. Íraskar konur hafa síðustu áratugi notið meiri samfélagsréttinda en kynsystur þeirra víðast hvar í arabaheiminum. Þróun mála í landinu hefur hins vegar gert það að verkum að þær óttast nú um sinn hag. Það er algengur misskilningur að staða kvenna fyrir innrásina í Írak fyrir hálfu öðru ári síðan hafi verið afar slæm og núverandi hernám hafi haft sérstaklega jákvæð áhrif á þeirra hag, rétt eins og í Afganistan. Enda þótt Saddam Hussein hafi verið sannkallaður harðstjóri sem leiddi miklar hörmungar yfir þjóð sína þá nutu íraskar konur á valdatíma hans meiri réttinda en venja er í Mið-Austurlöndum. Konur voru hvattar til að afla sér menntunar og þeim var heimilað að ganga í nánast öll störf sem í öðrum löndum voru frátekin fyrir karlmenn. Þessi stefna stafaði öðrum þræði af hagrænum ástæðum, stríðsreksturinn gegn Íran á níunda áratugnum gerði það að verkum að kvenna var einfaldlega meiri þörf í atvinnulífinu. Lagaleg staða kvenna var jafnframt nokkuð góð. Upp úr 1970 var þeim heimilað að velja sér mannsefni og skilja síðan við eiginmenn sína en nauðungarhjónabönd voru bönnuð með öllu svo og fjölkvæni. Hinn veraldlegi Bath-flokkur Saddams lagði ekki síst áherslu á þessa stefnu til að grafa undan áhrifum klerka í landinu. Eftir 1991 fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina fyrir íraskar konur rétt eins og þjóðina alla. Viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gerðu það að verkum atvinnuástand snarversnaði og karlar gerðust því frekari á störfin. Samhliða þessari þróun jukust áhrif íslams í samfélaginu. Þannig hættu margir foreldrar að dætur sínar í skóla og höfuðblæjur kvenna urðu æ meira áberandi. Þannig eru mörg dæmi um að mæður séu vel menntaðar en dætur þeirra ólæsar. Vaxandi misskipting í samfélaginu varð ennfremur til þess að boðskapur bókstafstrúarmanna átti greiðari leið að hjörtum fólks. Í dag virðast flestar íraskar konur tvístígandi um hvort staða þeirra hafi batnað síðan Saddam var steypt af stóli. Í aðra röndina fagna þær nýfengnu skoðanafrelsi, bættari efnahag og aðgangi að fjölmiðlum og interneti. Í hina röndina óttast þær uppgang heittrúarafla og ofbeldið í landinu en þær hafa ekki farið varhluta af því. Upplausnin sem fylgdi falli einræðisstjórnarinnar hefur valdið því að mannrán, barsmíðar og nauðganir eru nú daglegt brauð víða um Írak. Mansal hefur jafnframt færst í vöxt og svokölluð "heiðursmorð" sem áður voru nánast óþekkt í Írak gerast æ algengari. Víða hætta konur sér sjaldnast út fyrir hússins dyr nema undir verndarhendi vopnaðra karlmanna. Í því pólitíska umróti sem nú ríkir í Írak hafa íslamskar hreyfingar verið að festa sig í sessi. Sumar þeirra eru hófsamar, t.d. Dawa-flokkur síta-múslima, á meðan aðrar hafa lýst yfir vilja til að koma á fót klerkaveldi í landinu að íranskri fyrirmynd þar sem dómsvald verður í höndum klerka. Hreyfing Muqtada al-Sadr er ein þessara hreyfinga Vart þarf að fara í grafgötur um hvaða áhrif slíkt hefði á stöðu kvenna í landinu. Fátt virðist benda til að Bandaríkjamenn hafi mikinn áhuga á að bæta hag þeirra þrátt fyrir fögur fyrirheit Bandaríkjaforseta um þessi efni. Þvert á móti hafa kvennahreyfingar bent á að réttindi íraskra kvenna eru nánast notuð sem skiptimynt í því valdatafli sem nú á sér stað. Aðeins sex konur eru í 33 manna bráðabirgðastjórn landsins og eru margar íraskar konur uggandi um að þeim eigi aldrei eftir að takast að komast til frekari valda ef staða þeirra verður ekki fljótlega styrkt. Þeirri skoðun hefur verið fleygt að aukin stjórnmálaþátttaka íraskra kvenna sé nauðsynlegt til eigi Írak ekki að liðast í sundur. Sé þetta mat rétt er mikið í húfi fyrir írösku þjóðina. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Þótt hagur írösku þjóðarinnar hafi vænkast á ýmsa lund síðan stríðinu þar lauk þá hefur staða kvenna í þessu stríðshrjáða landi á margan hátt versnað. Íraskar konur hafa síðustu áratugi notið meiri samfélagsréttinda en kynsystur þeirra víðast hvar í arabaheiminum. Þróun mála í landinu hefur hins vegar gert það að verkum að þær óttast nú um sinn hag. Það er algengur misskilningur að staða kvenna fyrir innrásina í Írak fyrir hálfu öðru ári síðan hafi verið afar slæm og núverandi hernám hafi haft sérstaklega jákvæð áhrif á þeirra hag, rétt eins og í Afganistan. Enda þótt Saddam Hussein hafi verið sannkallaður harðstjóri sem leiddi miklar hörmungar yfir þjóð sína þá nutu íraskar konur á valdatíma hans meiri réttinda en venja er í Mið-Austurlöndum. Konur voru hvattar til að afla sér menntunar og þeim var heimilað að ganga í nánast öll störf sem í öðrum löndum voru frátekin fyrir karlmenn. Þessi stefna stafaði öðrum þræði af hagrænum ástæðum, stríðsreksturinn gegn Íran á níunda áratugnum gerði það að verkum að kvenna var einfaldlega meiri þörf í atvinnulífinu. Lagaleg staða kvenna var jafnframt nokkuð góð. Upp úr 1970 var þeim heimilað að velja sér mannsefni og skilja síðan við eiginmenn sína en nauðungarhjónabönd voru bönnuð með öllu svo og fjölkvæni. Hinn veraldlegi Bath-flokkur Saddams lagði ekki síst áherslu á þessa stefnu til að grafa undan áhrifum klerka í landinu. Eftir 1991 fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina fyrir íraskar konur rétt eins og þjóðina alla. Viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gerðu það að verkum atvinnuástand snarversnaði og karlar gerðust því frekari á störfin. Samhliða þessari þróun jukust áhrif íslams í samfélaginu. Þannig hættu margir foreldrar að dætur sínar í skóla og höfuðblæjur kvenna urðu æ meira áberandi. Þannig eru mörg dæmi um að mæður séu vel menntaðar en dætur þeirra ólæsar. Vaxandi misskipting í samfélaginu varð ennfremur til þess að boðskapur bókstafstrúarmanna átti greiðari leið að hjörtum fólks. Í dag virðast flestar íraskar konur tvístígandi um hvort staða þeirra hafi batnað síðan Saddam var steypt af stóli. Í aðra röndina fagna þær nýfengnu skoðanafrelsi, bættari efnahag og aðgangi að fjölmiðlum og interneti. Í hina röndina óttast þær uppgang heittrúarafla og ofbeldið í landinu en þær hafa ekki farið varhluta af því. Upplausnin sem fylgdi falli einræðisstjórnarinnar hefur valdið því að mannrán, barsmíðar og nauðganir eru nú daglegt brauð víða um Írak. Mansal hefur jafnframt færst í vöxt og svokölluð "heiðursmorð" sem áður voru nánast óþekkt í Írak gerast æ algengari. Víða hætta konur sér sjaldnast út fyrir hússins dyr nema undir verndarhendi vopnaðra karlmanna. Í því pólitíska umróti sem nú ríkir í Írak hafa íslamskar hreyfingar verið að festa sig í sessi. Sumar þeirra eru hófsamar, t.d. Dawa-flokkur síta-múslima, á meðan aðrar hafa lýst yfir vilja til að koma á fót klerkaveldi í landinu að íranskri fyrirmynd þar sem dómsvald verður í höndum klerka. Hreyfing Muqtada al-Sadr er ein þessara hreyfinga Vart þarf að fara í grafgötur um hvaða áhrif slíkt hefði á stöðu kvenna í landinu. Fátt virðist benda til að Bandaríkjamenn hafi mikinn áhuga á að bæta hag þeirra þrátt fyrir fögur fyrirheit Bandaríkjaforseta um þessi efni. Þvert á móti hafa kvennahreyfingar bent á að réttindi íraskra kvenna eru nánast notuð sem skiptimynt í því valdatafli sem nú á sér stað. Aðeins sex konur eru í 33 manna bráðabirgðastjórn landsins og eru margar íraskar konur uggandi um að þeim eigi aldrei eftir að takast að komast til frekari valda ef staða þeirra verður ekki fljótlega styrkt. Þeirri skoðun hefur verið fleygt að aukin stjórnmálaþátttaka íraskra kvenna sé nauðsynlegt til eigi Írak ekki að liðast í sundur. Sé þetta mat rétt er mikið í húfi fyrir írösku þjóðina.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira