Erlent

Draga herlið sitt frá Írak

Pólverjar ætla að draga herlið sitt frá Írak í lok næsta árs. Varnarmálaráðherra landsins greindi frá þessu í dag og eru Pólverjar þar með fyrsta þjóðin með hersveitir í Írak sem gefið hefur út tímasetningu á brotthvarfi sínu frá landinu. 2500 pólskir hermenn eru í Írak auk þess sem þeir stjórna fjölþjóðlegu herliði sem í eru 8000 hermenn. Um 75% pólsku þjóðarinnar eru mótfallin þátttöku landsins í stríðinu í Írak. Myndin var tekin eftir flugskeytaárás í Fallujah í Írak í dag þar sem a.m.k. ellefu létust. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×