Erlent

Í hendur annarra mannræningja

Breski gíslinn Kenneth Bigley hefur nú verið færður í hald annars hóps í Írak samkvæmt því sem Paul Bigley, bróðir Kenneths, greindi fréttastofu Sky frá í morgun. Paul Bigley sagði vini í Kúveit hafa fært sér þessi tíðindi og að vonandi þýddi þetta að hægt yrði að greiða lausnargjald fyrir Kenneth Bigley. Bigley hefur verið í haldi mannræningja í Írak í átján daga en honum var rænt ásamt tveimur Bandaríkjamönnum sem voru síðan skornir á háls.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×