Erlent

Saddam vill búa í Svíþjóð

Saddam Hússein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, sækir nú fast að fá að búa í Svíþjóð, Austurríki eða Sviss. Hann krefst þess að hann verði náðaður og fái að búa í útlegð í einhverju af þessum þremur löndum. Giovanni di Stefano, verjandi Hússeins, hittir fulltrúa írakskra stjórnvalda í dag þar sem hann leggur fram þessar kröfur. Verjandinn segir að ákærurnar á hendur Hússein, meðal annars um þjóðarmorð, séu algerlega út í hött.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×