Hörðustu bardagar í margar vikur 12. september 2004 00:01 Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu. Tveir mánuðir eru síðan heimastjórn Íraka tók við völdum í landinu en hvorki heimastjórnin né bandaríski herinn virðast þó hafa stjórn á ástandinu. Síðasta sólarhringinn hafa tæplega þrjátíu látið lífið og yfir hundrað særst í Bagdad í ýmis konar skærum og bardögum á víð og dreif um borgina. Eitthvert alvarlegasta atvikið átti sér stað eftir að írakskir uppreisnarmenn sprengdu bandarískan brynbíl í loft upp. Fjórir bandarískir hermenn voru fluttir á brott með minniháttar meiðsl en Bandaríkjaher lét ekki þar við sitja heldur sendi árásarþyrlu til að eyðileggja brynbílinn alveg og koma þannig í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust yfir vopn úr honum. Í millitíðinni hafði hins vegar mikill mannfjöldi safnast saman við bílinn til að fagna, bæði uppreisnarmenn og ungir drengir sem höfðu ekki tíma til að koma sér í burtu áður en bandaríska þyrlan gerði árás. Tvö börn létu lífið auk fréttamanns hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiyya. Hann var að undirbúa frétt þegar sprengjubrot hæfði hann. Hann féll á jörðina með ópum og sagðist vera að deyja. Sjónvarpsstöðin sýndi myndirnar skömmu síðar. Írakskur öfgahópur sem heldur tveimur ítölskum konum í haldi í Bagdad hefur hótað að lífláta þær innan sólarhrings verði ítalskir hermenn í Írak ekki kallaðir heim. Ríkisstjórn Ítalíu segist ekki munu ræða við mannræningjana. Konurnar, sem báðar eru 29 ára gamlar, unnu hjá ítölskum hjálparsamtökum. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu. Tveir mánuðir eru síðan heimastjórn Íraka tók við völdum í landinu en hvorki heimastjórnin né bandaríski herinn virðast þó hafa stjórn á ástandinu. Síðasta sólarhringinn hafa tæplega þrjátíu látið lífið og yfir hundrað særst í Bagdad í ýmis konar skærum og bardögum á víð og dreif um borgina. Eitthvert alvarlegasta atvikið átti sér stað eftir að írakskir uppreisnarmenn sprengdu bandarískan brynbíl í loft upp. Fjórir bandarískir hermenn voru fluttir á brott með minniháttar meiðsl en Bandaríkjaher lét ekki þar við sitja heldur sendi árásarþyrlu til að eyðileggja brynbílinn alveg og koma þannig í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust yfir vopn úr honum. Í millitíðinni hafði hins vegar mikill mannfjöldi safnast saman við bílinn til að fagna, bæði uppreisnarmenn og ungir drengir sem höfðu ekki tíma til að koma sér í burtu áður en bandaríska þyrlan gerði árás. Tvö börn létu lífið auk fréttamanns hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiyya. Hann var að undirbúa frétt þegar sprengjubrot hæfði hann. Hann féll á jörðina með ópum og sagðist vera að deyja. Sjónvarpsstöðin sýndi myndirnar skömmu síðar. Írakskur öfgahópur sem heldur tveimur ítölskum konum í haldi í Bagdad hefur hótað að lífláta þær innan sólarhrings verði ítalskir hermenn í Írak ekki kallaðir heim. Ríkisstjórn Ítalíu segist ekki munu ræða við mannræningjana. Konurnar, sem báðar eru 29 ára gamlar, unnu hjá ítölskum hjálparsamtökum.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira