Erlent

Árás á bílalest Bandaríkjamanna

Nokkrir bandarískir hermenn féllu þegar árás var gerð á bílalest þeirra nærri borginni Fallujah í Írak í morgun, að því að sjónarvottar sögðu Reuters-fréttaþjónustunni frá. Talsmenn Bandaríkjahers vildu engar upplýsingar veita. Fallujah er ekki í höndum bandarískra sveita heldur ráða þar írakskar sveitir sem áður störfuðu á vegum Saddams Hússeins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×