Erlent

Vill réttarhöldin frá Bagdad

Bandarískur hermaður sem ákærður er fyrir pyntingar og kynferðislega niðurlægingu á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hefur óskað eftir því að réttarhöldin verði færð frá Bagdad. Hermaðurinn, Charles Graner að nafni, segist ekki eiga möguleika á sanngjörnum réttarhöldum í íröksku höfuðborginni og bar þessa ósk því fram í dag. Myndir af Graner og fleiri bandarískum hermönnum að misþyrma og niðurlægja fanga í Abu Ghraib skóku heimsbyggðina eins og frægt varð þegar þær birtust í fjölmiðlum fyrr á árinu. Myndin er af Guy Womack, lögmanni Graners, þar sem hann kynnir fjölmiðlum ósk skjólstæðing síns í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×