Erlent

Einn látinn og fimm særðir

Einn fórst og fimm særðust í sprengjuárás í Bagdad fyrir stundu. Nokkrar sprengingar heyrðust skammt frá fundarstað þar sem val á þingi til að fylgjast með bráðabirgðastjórn Íraks fer fram en óvíst er hvort að sá fallni eða hinir særðu eru meðal fundarmanna. Reykur sást skammt frá Rasheed-hótelinu sem er nærri höfuðstöðvum bráðabirgðastjórnarinnar. Í helgu borginni Najaf halda harðir bardagar áfram. Myndin var tekin í Bagdad í morgun, skömmu eftir að sprengjan sprakk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×