Erlent

Brosandi bílar

Uppfinningamenn hjá bílaframleiðandanum Toyota hafa fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir hugmynd að bíl sem sýnir tilfinningar. Hugmyndin er sú að með litabreytingum, ljósastillingum og öðru verði unnt að gefa tilfinningar ökumanna til kynna á ytra byrði bíla þeirra. Þannig geti bíllinn sýnst reiður þegar svínað er fyrir hann, undrandi þegar gengið er í veg fyrir hann og glaður þegar aðrir vegfarendur sýna tillitssemi. Í frétt New York Times í gær kom ekki fram hvenær áætlanir stæðu til að koma slíkum tilfinningabíl í framleiðslu en haft var eftir uppfinningamönnunum að hægt væri að beita svipuðum aðferðum til að sýna skapbrigði skipa, mótorhjóla og flugvéla.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×