Erlent

Á áfangastað eftir 7 ára ferðalag

Einn og hálfan milljarð kílómetra frá jörðu er geimfarið Cassini á ferð. Eftir tveggja áratuga ferðalag er farið nú komið til Satúrnusar. Það brutust út mikil fagnaðarlæti hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA þegar fréttist að geimfarið Cassini væri komið á sporbraut um Satúrnus, um klukkan fjögur í morgun. Þá barst merki frá farinu sem gaf til kynna, að farinu hefði tekist að þræða sig í gegnum hringi plánetunnar og væri nú komið á áfangastað. Ekkert geimfar hefur áður komist á sama stað.

Það kostaði litla þrjá milljarða dollara, rétt um 219 milljarða króna, að koma Cassini á staðinn, enda er hér um dýrasta geimfar sem ferðast hefur milli plánetna að ræða. Bandarísku og evrópsku geimferðastofnanirnar lögðust á eitt um að fjármagna verkefnið. Alls þurfti Cassini að leggja þrjá og hálfan milljarð kílómetra að baki sér á hlykkjóttu og skrikkjóttu ferðalagi um geiminn, sem tók alls sjö ár. Farið á nú að fara 76 hringi um plánetuna og nokkur tungla þess á næsti fjórum árum, gangi allt að óskum.

Vísindamenn hafa mikinn áhuga á að fræðast um Satúrnus, þar sem hún minnir mjög á sólkerfið þegar það var enn að myndast og einskonar diskur úr riki og gasi var um sólina. Cassini mun senda myndir og mæla segulflæði, og kanna hvort líf af einhverju tagi finnist á stærsta tungli Satúrnusar, Títan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×