Enski boltinn

Ensku úrvalsdeildarliðin samþykkja að hefja æfingar á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah skorar fyrir Liverpool en nú mega hann og aðrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fara að mæta aftur á æfingar.
Mohamed Salah skorar fyrir Liverpool en nú mega hann og aðrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fara að mæta aftur á æfingar. Getty/Laurence Griffiths

Liðin í ensku úrvalsdeildinni stigu einu skrefi nær endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Ensku úrvalsdeildarliðin ætla að hefja æfingar á morgun en það var samþykkt á fundi allri félaganna tuttugu í morgun.

Öll liðin greiddu atkvæði með því að hefja æfingar samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Liðin taka samt aðeins fyrsta skrefið og mega því bara að byrja að æfa í litlum hópum á morgun.

„Project Restart“ er því komið af stað en ensku liðin eiga eftir að taka stærri og afdrifaríkari ákvarðanir áður en liðin byrja að spila leiki á nýjan leik.

Leikmenn ensku liðanna verða að virða allar reglur sem breska ríkisstjórnin hefur sett til varnar kórónuveirusmitum. Leikmennirnir mega ekki enn vera í snertingu við aðra liðsfélaga og því má ekki spila leiki á æfingunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.