Erlent

„Þetta í raun stað­festir það sem að flestir bjuggust við“

Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland.

Erlent

Tilraunaskotið heppnaðist loksins

Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa.

Erlent

Raðsund­laugar­kúkari gengur laus í Oulu

Borgaryfirvöldum í finnsku borginni Oulu er nóg boðið vegna þess að ítrekað hefur verið kúkað í almenningssundlaug í borginni í sumar. Þau hafa kært athæfið til lögreglu en á meðan gengur raðkúkarinn laus.

Erlent

Stefna Open AI vegna sjálfs­vígs sonarins

Foreldrar sextán ára pilts í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa stefnt gervigreindarfyrirtækinu Open AI vegna sjálfsvígs sonar síns. Foreldrarnir saka gervigreind fyrirtækisins, ChatGPT, um að hafa hvatt hann til að svipta sig lífi.

Erlent

Lög­festa bann gegn síma­notkun í skólum

Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun.

Erlent

Ungstirni ryður sér til rúms

Mynd sem VLT-sjónaukinn náði af reikistjörnu á frumstigum sínum er sú fyrsta sem sýnir slíka plánetu mynda belti í gas- og rykskífunni sem fóstraði hana. Uppgötvunin hjálpar stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til.

Erlent

Á­rásir á olíu­vinnslu í Rúss­landi bíta

Ítrekaðar árásir Úkraínumanna á olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum, hafa dregið verulega úr framleiðslugetu Rússa á eldsneyti. Fregnir berast af löngum biðröðum við bensínstöðvar í Rússlandi en sala á olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

Erlent

Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina

Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur stefnt dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Formaður nefndarinnar, James Comer, vill þannig koma höndum yfir „öll skjöl eða gögn“ sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum.

Erlent

Trump gerir að­för að stjórn Seðla­bankans

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að reka Lisu Cook, einn stjórnarmanna Seðlabanka Bandaríkjanna. Sérfræðingar efast um að ákvörðun Trump standist lög og Cook hyggst bera málið undir dómstóla.

Erlent

Ör­lög Bayrou ráðast 8. septem­ber

Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi.

Erlent

Vörpuðu sprengjum á sjúkra­hús með 15 mínútna milli­bili

Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn.

Erlent

Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda

Kilmar Abrego Garcia, sem var ranglega sendur frá Bandaríkjunum í alræmt fangelsi í El Salvador fyrr á árinu, hefur verið handsamaður á nýjan leik og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til Úganda.

Erlent

Habeck hættir á þingi

Þýski þingmaðurinn Robert Habeck hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér þingmennsku. Habeck er þingmaður Græningja og var efnahags- og orkumálaráðherra í ríkisstjórn Olaf Scholz, auk þess að vera varakanslari á árunum 2021 til 2025.

Erlent

Hótar að senda herinn til Baltimore

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði því um helgina að senda hermenn til borgarinnar Baltimore og er einnig unnið að því að senda hermenn mögulega til Chicago. Hann sagði borgina stjórnlaust glæpabæli en það var eftir að Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, bauð honum í heimsókn til Baltimore og sagði þá geta gengið um götur borgarinnar og rætt saman.

Erlent

El Mayo sagður ætla að játa sekt

Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada.

Erlent

Tíunda skotið klikkaði

Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt.  Af henni varð ekki.

Erlent

Þýska vel­ferðar­ríkið standi ekki lengur undir sér

Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf.

Erlent

Á sjöunda tug drepin í stór­tækum á­rásum

Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. 

Erlent