Erlent

Mikill viðbúnaður við dómshúsið í Moskvu

Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt.

Erlent

Skotárás í Suður Afríku

Lögreglan í Suður Afríku gerði í gær skotárás á verkamenn í landinu með þeim afleiðingum að 34 létust. Verkamennirnir voru að mótmæla launum í námum.

Erlent

Android skilur núna íslensku

Google tilkynnti í morgun ný tungumál sem bætast inn í Android Voice search. Meðal þeirra er nú íslenska, sem þýðir að farsímanotendur sem eiga síma með Android kerfi geta nú talað íslensku við símana sína.

Erlent

Pussy Riot í tveggja ára fangelsi

Allar konurnar í Pussy Riot voru í dag dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óeirðir þegar þær héldu pönkmessu í kapellu í Moskvu í febrúar á þessu ári. Dómarinn greindi frá refsingunni núna rétt fyrir klukkan tvö. Hámarksrefsing er sjö ára fangelsi en saksóknari krafðist þriggja ára.

Erlent

Skákmeistari handtekinn við dómsuppsöguna

Fyrrum heimsmeistarinn í skák Garry Kasparov var handtekinn fyrir utan dómshúsið í Moskvu í dag þar sem stúlkurnar í Pussy Riot voru fundnar sekar um óeirðir. Kasparov var dreginn með valdi inn í sendiferðabíl þar sem lögreglumenn þjörmuðu að honum eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Erlent

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftirlitsmennina heim

Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að draga eftirlitsmenn sína í Sýrlandi brott úr landinu. Umboð eftirlitsmannanna rennur út á sunnudaginn og stefnt er að því að síðasti eftirlitsmaðurinn verði farinn úr landinu á föstudaginn næsta.

Erlent

Crowe mun fá pláss á Menningarnótt

Russell Crowe hafði ekki haft samband við höfuðborgarstofu í Reykjavík til að falast eftir tónleikastað, þegar Vísir spurðist fyrir um það í morgun. Á Twittersíðu sinni segir hann frá því að góðvinur sinn, kanadíski leikarinn og tónlistarmaðurinn Alan Doyle, er nú landinu og segir Crowe að þeir vilji halda stutta tónleika um helgina.

Erlent

Sat í fangelsi í 49 ár

Hin sjötíu ára gamla Betty Smithey var leyst úr fangelsi í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Síðustu fjörutíu og níu hefur nú setið bak við lás og slá en hún var fundinn sek um að hafa banað fimmtán mánaða gömlu barni árið 1963.

Erlent

IKEA stefnir á hótelrekstur

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA stefnir nú á hótelrekstur. Talsmaður fyrirtækisins sagði sænskum fréttamiðlum í gær að markmið IKEA væri að reka rúmlega hundrað hótel í Evrópu.

Erlent

Dómur yfir Pussy Riot í dag

Dómur verður kveðinn upp yfir meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot í dag. Stúlkurnar þrjár eru ákærðar fyrir óspektir og guðlast en þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar.

Erlent

Umboð friðargæslu rennur út

Í staðinn fyrir friðargæslu Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi, sem hættir um helgina, verður opnuð þar skrifstofa til að sjá um samskiptin við stjórnvöld.

Erlent

Lögreglustjórinn í Osló segir af sér

Øystein Mæland, lögreglustjóri í Osló, sagði af sér í kvöld í kjölfar skýrslu um hryðjuverkaárásir Anders Behring Breivik á Osló og Útey þann 22. júlí í fyrra. Lögreglan var gagnrýnd harðlega í skýrslunni meðal annars fyrir að nýta sér ekki þá tækni sem var til staðar til að koma í veg fyrir voðaverk Breivik sem og þann tíma sem það tók að komast út í Útey.

Erlent

Eina í heiminum sem fær neglur í andlitið

Hin tuttugu og átta ára gamla Shanyna Isom frá Bandaríkjunum hefur gengið í gegnum margt á síðustu árum því fyrir þremur árum byrjuðu neglur að vaxa á andliti hennar. Hvers vegna það gerðist - veit enginn.

Erlent

Minntust þess að 35 ár eru liðin frá andláti Presley

Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona rokkgoðsins Elvis Presley, og Lisa Marie einkadóttir þeirra vöktu gríðarlega hrifningu þegar þær birtust óvænt í Graceland þar sem þess var minnst í gær að 35 ár eru liðin frá því að Elvis lést.

Erlent

Assange veitt hæli í Ekvador

Julian Assange, stofnanda upplýsingaveitunnar WikiLeaks, hefur verið veitt hæli í Ekvador. Þetta tilkynnti Ricardo Patino, utanríkisráðherra Ekvador fyrir stuttu.

Erlent

Ákvörðun ráðamanna í Ekvador væntanleg

Yfirvöld í Bretlandi munu koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi upplýsingaveitunnar WikiLeaks, fari úr landi þó svo að stjórnvöld í Ekvador veiti honum hæli. Ráðamenn í Ekvador munu tilkynna um ákvörðun sína í dag.

Erlent

Skotárás á herflugvelli í Pakistan

Íslamskir vígamenn réðust á einn stærsta herflugvöll Pakistans í nótt. Tveir hermenn og sex ódæðismenn létust í átökunum en skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir.

Erlent

Tugir fórust í námuslysi

Að minnsta kosti sextíu verkamenn fórust þegar gullnáma í Kongó hrundi. Mennirnir voru á rúmlega hundrað metra dýpi. Slysið átti sér stað í suðurhluta Kongó.

Erlent

Fönix - Fæðingardeild stjarnanna

Vísindamenn við Tækniháskólann í Massachusetts hafa uppgötvað risavaxna þyrpingu vetrarbrauta þar sem hundruð nýrra stjarna vakna til lífsins á ári hverju.

Erlent

Skip Robert Falcon Scotts fundið við Grænland

Hópur fræðimanna rannsakar nú skipsflak sem fannst undan suðvesturströnd Grænlands fyrir nokkru. Grunur leikur á að flakið sé hið fornfræga SS Terra Nova sem flutti breska landkönnuðinn Robert Scott að Suðurskautinu fyrir rúmri öld síðan.

Erlent