Erlent

Barstarfsmenn drekka óhóflega

Starfsmenn veitingahúsa og bara í Svíþjóð eru líklegri til þess að drekka óhóflega mikið en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn.

Erlent

Obama formlega útnefndur

Barack Obama Bandaríkjaforseti mun í kvöld taka við útnefningu sem fulltrúi Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum.

Erlent

Of seint að tala um umbætur

„Það er of seint að tala um umbætur, nú er tími kominn á breytingar,“ sagði Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, um ástandið í Sýrlandi, þar sem Bashar al Assad forseti reynir enn að berja niður uppreisn. Morsi segir að Assad ætti að draga lærdóm af nýlegri sögu, og vísaði þar til byltinga víða í arabaheiminum.

Erlent

Sjálfboðaliðum þakkað

Hundruð manna mættu í gær til minningarathafnar um Sigrid Giskegjerde Schjetne, sex-tán ára stúlku sem fannst látin á mánudagskvöld, mánuði eftir að hún hvarf.

Erlent

Arafat verður grafinn upp

Hópur franskra réttarmeinafræðinga heldur á næstu dögum til Ramallah á Vesturbakkanum í því skyni að grafa upp lík Jassers Arafats, sem lengi var helsti leiðtogi Palestínumanna.

Erlent

Hætta á flóðbylgju við Kosta Ríka og Panama

Ekki hafa borist fregnir af stórfelldu tjóni eða mannfalli eftir að öflugur jarðskjálfti skóg norðvesturströnd Kosta Ríku í dag. Skjálftinn var 7.6 stig að stærð en upptök hans voru í um 140 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni San Jose. Upptök jarðskjálftans voru á rúmlega fjörutíu kílómetra dýpi.

Erlent

Auðkýfingur vill lægri laun í Ástralíu

Hin ástralska Gina Rinehart, ein ríkasta kona veraldar, hefur valdið miklu fjaðrafoki í heimalandi sínu. Hún sagði á dögunum að Ástralíu væri of dýrt land og að Ástralar væru almennt séð duglausir. Þá fór hún einnig fram á að laun yrðu lækkuð í landinu.

Erlent

Árásarmennirnir völdu Sigrid af handahófi

Ekki er talið að nein tengsl hafi verið á milli hinnar sextán ára gömlu norsku Sigridar og mannanna tveggja sem grunaðir eru um að hafa orðið henni að bana. Stúlkunnar hafði verið leitað í mánuð áður en hún fannst látin í fyrrakvöld. Norska lögreglan sagði á blaðamannafundi í dag að unnið væri eftir fjölmörgum tilgátum. Sú helsta væri að mennirnir hefðu valið fórnarlamb sitt af handahófi.

Erlent

Meintir morðingjar neita sök

Mennirnir tveir sem eru í haldi vegna hvarfs Sigridar Sjetne, norsku stúlkunnar sem fannst látin á mánudag eftir að hafa verið saknað í rúman mánuð, neita báðir sök og segjast báðir hafa fjarvistasannanir.

Erlent

FBI sakað um að njósna um viðskiptavini Apple

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum þvertekur fyrir að hafa njósnað um viðskiptavini Apple. Tölvuþrjótar birtu í gær notendanöfn og persónuupplýsingar rúmlega milljón Apple-notenda. Hópurinn heldur því fram að upplýsingarnar hafi verið teknar af fartölvu sem útsendari FBI notaði til að fylgjast með viðskiptavinum fyrirtækisins.

Erlent

Múslímskir harðlínumenn rústuðu bar í Túnis

Hópur múslímska harðlínumanna, sem kallast Salafistar, réðist í fyrrinótt inn á hótel í bænum Sidi Bouzid í Túnis og lagði bar hótelsins í rúst. Ástæðan fyrir þessari árás var að áfengi var selt á barnum.

Erlent

Barinn opinn öllum nemendum

Læknafélag Danmerkur vill að unglingum undir lögaldri verði meinað að kaupa áfengi á barnum á skólaböllum. Samkvæmt könnun danska blaðsins Politiken leyfa sjö af hverjum tíu menntastofnunum fyrir unglinga á framhaldsskólaaldri öllum nemendunum að kaupa áfengi á skólaskemmtunum.

Erlent

Fannst látin í skógarlundi

Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð.

Erlent

Áhöfn skútunnar bjargað

10 manna áhöfn pólskrar skútu sem komst í hann krappan undan ströndum Færeyja hefur verið bjargað um borð í danska varðskipið Brimil.

Erlent

Staðfest að Sigrid er látin

Stúlkan sem fannst látin í úthverfi Oslóar í Noregi í gærkvöld er Sigrid Schjetne. Lögreglan í Oslo staðfesti þetta á blaðamannafundi sem hófst nú klukkan fjögur.

Erlent

Harmleikur í Marokkó

Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust þegar rúta rann niður í gil í Atlasfjöllum í Marokkó í nótt.

Erlent

Norska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna líkfundar

Norska lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar vegna líkfundar í úthverfi Oslóar í gærkvöld. Nú eftir hádegið í dag var ekki orðið ljóst hvort umrætt lík er af Sigrid Schjetne sem saknað hefur verið frá því í byrjun ágúst. Jørn Kristian Jørgensen, hjá samskiptamiðstöð norsku lögreglunnar, segir að í dag muni fara fram vinna við að bera kennsl á líkið.

Erlent

Vírus sem drepur krabbamein - Lækning sett á ís

Ódýr og fljótvirk meðferð við krabbameini er nú geymd í frystikistu sænska erfðafræðingsins Magnus Essand í háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Tilraunir á músum hafa gengið vonum framar. Því miður er ólíklegt að rannsóknir á mönnum hefjist á næstu árum.

Erlent

Hugsanlegt að lík sem fannst sé af Sigrid

Ekki er útilokað að lík sem fundist hefur í Noregi sé af hinni sextán ára gömlu Sigrid Schjetne, sem leitað hefur verið að í um mánuð. Líkið fannst á bak í skógi á bakvið bensínstöð við Kolbotn. Lögreglan segir að á þessari stundu sé ekkert hægt að segja um kyn eða aldur þess sem líkið er af.

Erlent