Erlent

Tónlistarmenn líklegir til að deyja ungir ef þeir vinna einir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Michael Jackson dó langt fyrir aldur fram.
Michael Jackson dó langt fyrir aldur fram. Mynd/ AFP.
Tónlistarmenn sem vinna einir, eins og Amy Winehouse og Jimmy Hendrix, eru líklegri til þess að deyja fyrr en tónlistarmenn sem eru í hljómsveitum. Þetta kemur fram í tímaritinu BMJ Open, en BBC segir ítarlega frá greininni í dag. Í rannsókninni er ferill 1400 evrópskra og bandarískra tónlistarmanna skoðaður. Tónlistarmennirnir voru allir þekktir á árunum 1956-2006.

Niðurstöður sem fram koma í rannsókninni eru þær að um 10% líkur eru á því að evrópskur tónlistarmaður, sem vinnur einn, deyi fyrir aldur fram. Um 20% líkur eru á því að tónlistarmaður í Bandaríkjunum, sem vinnur einn, deyi fyrir aldur fram. Sérfræðingar telja að stuðningur frá félögum í hljómsveitum geti varnað fólki frá því að deyja fyrir tímann.

Á meðal þekktra hljómlistarmanna sem hafa dáið fyrir aldur fram eru Elvis, Jimi Hendriz, 2Pac, Michael Jackson, Amy Winehouse og Whitney Houston. Öll unnu þau ein. En það eru líka þekktir hljómlistarmenn í hljómsveitum sem hafa dáið fyrir tímann. Þeirra á meðal eru Kurt Cobain úr Nirvana, Sid Vicious úr Sex Pistols og Stuart Cable úr Stereophonics.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×