Erlent

Undarleg hönnun nýja geimbúningsins - Bósi Ljósár?

MYND/NASA
Frumgerð nýjasta geimbúnings NASA var opinberuð á dögunum. Hreyfigeta búningsins markar risavaxið stökk í þróun geimbúninga. En það er útlit hans sem hefur vakið hvað mesta athygli.

Svo virðist sem að verkfræðingar NASA hafa tekið mið af Toy Story-teiknimyndunum frá Pixar enda er búningurinn ansi líkur geimbúningi Bósa Ljósárs.

Fagurfræðileg kímni er að öllum líkindum kærkomin tilbreyting fyrir verkfræðingana enda mun þessi búningur sjá um að halda lífi í væntanlegum Marsförum.

Síðustu áratugi hefur NASA notast við EMU-geimbúninginn. Hann hefur reynst geimförum vel en hreyfigeta hans er takmörkuð. Nýi geimbúningurinn tekur á þessum vandamálum. Kúlulegur má nú finna í öllum helstu liðamótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×