Erlent

Giftist morðingja tvíburasystur sinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og tveggja ára argentísk kona hefur samþykkt að giftast manni sem var dæmdur fyrir það að myrða tvíburasystur hennar fyrir tveimur árum. Konan, sem heitir Edith Casas, er þess fullviss að maðurinn, sem heitir Victor Cingolani, hafi ekki myrt systur sína, en sú hafði einnig verið ástkona hans. Cingolani afplánar nú þrettán ára fangelsi fyrir morðið í bænum Pico Truncado í Argentínu. Fólkið segist ætla að gifta sig í dag í fangelsinu, sem er í Santa Cruz. Í fréttum BBC kemur fram að umrædd kona var skotin tveimur skotum en ekki er vitað nákvæmlega um málavexti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×