Erlent

Eitt þúsund í haldi fyrir að spá heimsenda

MYND/AFP
Kínversk yfirvöld handtóku í dag hátt í eitt þúsund liðsmenn sértrúarsafnaðarins „Guð almáttugur." Þeim er gefið að sök að hafa valdið skelfingu í Kína með því að staðhæfa að ragnarök séu á næsta leiti.

Ásamt því að hvetja fólk til að rísa upp gegn kínverska kommúnistaflokknum halda trúarsamtökin því fram að nýtt tímabil í mannkynssögunni gangi í garð á morgun.

Þá mun Jesús Kristur endurfæðast sem kona og verða leiðtogi mannkyns.

Í samtali við kínverska fjölmiðilinn Global Times sagði félagsfræðingur við háskólann í Peking að Kínverjar væru upp til hópa óttaslegnir vegna mögulegs heimsenda á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×