Erlent

Milljarður búinn að horfa á Gangnam Style

Psy.
Psy.
Einn milljarður manna hafa horft á myndbandið með Suður-kóreska tónlistarmanninum Psy - það er að segja við lagið Gangnam Style, á Youtube.

Samkvæmt frétt á vef BBC um málið þá hafa um 7 til 10 milljónir horft á myndbandið daglega síðan það var birt fyrst á Youtube í júlí síðastliðnum.

Þetta er því það myndband sem hefur oftast verið horft á í heiminum, en einn sjöundi af mannkyninu hefur horft á þetta skondna myndband á um sex mánuðum.

Myndbandið hefur orðið kveikjan að gríðarlega mörgum skopstælingum auk þess sem fjölmargir hafa tileinkað sér sérkennilegan dans myndbandsins.

Það var Justin Bieber sem átti metið á undan Psy. Framkvæmdastjóri Youtube sagði á bloggi sínu að árangur lagsins sýndi, svo ekki verði um villst, ótrúlegan áhrifamátt góðrar popptónlistar og skemmtilegra danshreyfinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×