Erlent

Kemur 35 manns fyrir í örkinni

Fékk sér norskan björgunarbát Pieter van der Meer reiknar varla með meiri hamförum en flóði.nordicphotos/AFP
Fékk sér norskan björgunarbát Pieter van der Meer reiknar varla með meiri hamförum en flóði.nordicphotos/AFP
Pieter van der Meer, íbúi í bænum Kootwijkerbroek í Hollandi, taldi rétt að hafa varann á og fékk sér norskan björgunarbát, fari svo að heimsendir verði í dag.

Bátnum, eða örkinni eins og hann kallar fleyið, hefur hann komið fyrir í garði sínum og segist geta komið 35 manns fyrir um borð. Hann reiknar þó greinilega ekki með því að heimsendir þýði mikið meira en stórflóð.

Töluvert stór hópur fólks virðist hafa raunverulegar áhyggjur af því að heimsendir verði í dag, og telur sig geta lesið það út úr tímatali Maya í Suður-Ameríku, en í dag lýkur rúmlega fimm þúsund ára tímabili í tímatali þeirra. Þeir sem kynnt hafa sér tímatal Maya benda þó á að þegar einu tímabili lýkur tekur annað við.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×