Erlent

Yngri bróðir Madoff dæmdur í 10 ára fangelsi

Peter Madoff yngri bróðir Wall Street svikarans Bernie Madoff hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir sinn þátt í ponzi svikamyllu eldri bróður síns.

Bernie Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi árið 2009 fyrir fjársvik sem kostuðu viðskiptavini hans um 20 milljarða dollara.

Þegar dómurinn yfir Peter Madoff var kveðinn upp sagði hann iðrast sárlega að hafa tekið þátt í svikunum og að hann tæki fulla ábyrgð á gjörðum sínum.

Auk fangelsisdómsins var Peter sviptur öllum eignum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×