Erlent

Þingflokksformaður Repúblikana auðmýktur á þingi

John Boehner formaður þingflokks Repúblikana í bandarísku fulltrúadeildinni var auðmýktur af eigin þingmönnum í gærkvöldi.

Boehner þurfti að draga til baka tillögu sína um hvernig mæta ætti svokölluðu fjárlagaþverhnípi sem blasir við um áramótin ef þingið og Barack Obama Bandaríkjaforseti ná ekki að semja um fjárlög ríkisins á næstu dögum.

Boehner reyndist ekki hafa meirihlutastuðning meðal eigin þingmanna fyrir tillögu sinni sem m.a. fól í sér að skattar yrðu hækkaðir á alla sem eru með meir en milljón dollara í árstekjur. Með þessu minnka enn líkurnar á að samkomulag náist fyrir áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×