Erlent

Síðasti karlinn frá 19. öldinni

Allra manna elstur Japaninn Jiroemon Kimura er elsti einstaklingur heims, 115 ára gamall. FRéttablaðið/AP
Allra manna elstur Japaninn Jiroemon Kimura er elsti einstaklingur heims, 115 ára gamall. FRéttablaðið/AP
Hinn 115 ára gamli Jiroemon Kimura var í vikunni formlega útnefndur elsti lifandi einstaklingur heims. Hann er auk þess síðasti lifandi karlinn sem fæddist á nítjándu öld, að því er segir á vef Berlingske.

Kimura, sem er japanskur, fæddist árið 1897 og starfaði hjá póstþjónustunni. Hann tók við titlinum af hinni bandarísku Dinu Manfredini, sem var fimmtán dögum eldri og bar titilinn aðeins í tvær vikur áður en hún lést á mánudag.

Endist Kimura ævin út þetta ár, verður hann eldri en vitað er um að nokkur annar karlmaður hafi áður orðið. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×