Erlent

Maðurinn sem bauð eldfjallinu byrginn

Beinagrind mannsins.
Beinagrind mannsins. MYND/Gunma Archaeological Research
Fornleifafræðingar í Japan fundu á dögunum beinagrind manns sem grófst undir ösku við rætur eldfjallsins Haruna á sjöundu öld. Fundurinn hefur vakið gríðarlega athygli í Japan, ekki síst fyrir þær sakir að maðurinn virðist hafa snúið að eldfjallinu mikla og mögulega reynt að róa það.

Maðurinn var í vönduðum herklæðum þegar hann grófst undir öskunni og telja sérfræðingar því að hann hafi verið af aðalsættum. Við hlið mannsins fannst síðan beinagrind ungabarns.

„Undir öllum eðlilegum kringumstæðum myndi maður flýja eldos," sagði Shinichiro Ohki, fornleifafræðingur við Gunma-vísindastofnunina í Japan.

„Hitinn hefur verið gríðarlegur og kvikan runnið allt í kringum hann. En þessi maður virðist hafa staðið andspænis fjallinu."

„Mögulega var hann að reyna að sefa reiði fjallsins," sagði Ohki.

Beinagrindurnar verða rannsakað á næstu mánuðum enda grunar fornleifafræðingunum að maðurinn og barnið og hafi verið skyld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×