Erlent

Helmingur karlmanna í hættu á að fá krabbamein

Ný spá sýnir að helmingur karlmanna er í þeirri hættu að fá krabbamein. Þetta er nokkru hærra hlutfall en fyrri rannsóknir hafa sýnt.

Það var miðstöð krabbameinsrannsókna í Bretlandi sem stóð að þessari spá. Fram kemur í spánni að 50% karla séu í hættu á að fá krabbamein. Þetta er nokkru hærra hlutfall en rannsóknir hafa mælt en í þeim reynist hlutfallið vera 44%.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að krabbameinin sem hér um ræðir séu einkum í maga og á húð. Hækkandi meðalaldur jarðarbúa skýri hinsvegar að mestu hækkandi hlutfall þeirra karlmanna sem eru í hættu á að fá krabbamein.

Góðu fréttirnar eru þær að þeir sem á annað borð fá krabbamein eiga í dag mun meiri möguleika á að lifa það af en þeir höfðu fyrir þó nokkrum árum síðan. Þetta er framförum í læknavísindum að þakka en fastlega er gert ráð fyrir að slíkar framfarir haldi áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×