Erlent

Bandaríkjamaður í haldi í Norður-Kóreu

Frá Pyongyang í Norður-Kóreu
Frá Pyongyang í Norður-Kóreu MYND/AP
Bandarískur ríkisborgari er í haldi í Norður-Kóreu. Þetta staðfestu þarlend yfirvöld í dag. Talið er að maðurinn, sem er 44 ára gamall, hafi verið handtekinn í byrjun á þessa mánaðar, grunaður um að hafa framið glæpi gegn norður-kóreska ríkinu.

Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa greint frá því að maðurinn sé nú í varðhaldi og að hann hafi játað glæpi sína við yfirheyrslu.

Talið er að maðurinn sé Bandaríkjamaður af norður-kóreskum uppruna og að hann hafi starfað sem fararstjóri.

Engin stjórnmálatengsl eru á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þannig hefur sænska sendiráðið í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, haft milligöngu í deilu landanna. Sænski sendiherrann mun því annast mál mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×