Vilja vopnaða verði í hvern einasta skóla gudsteinn@frettabladid.is skrifar 22. desember 2012 00:30 Vopnin skoðuð Í Bandaríkjunum er byssueign almennings útbreiddari en í flestum löndum heims. nordicphotos/AFP „Það eina sem getur stöðvað illmenni með byssu er góðmenni með byssu," segir Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Landssamtaka bandarískra byssueigenda (NRA). Hann skorar á Bandaríkjaþing að útvega án tafar fé til þess að hægt verði að ráða vopnaða verði í hvern einasta skóla í Bandaríkjunum. Þetta vonast hann til að verði orðið að veruleika strax eftir áramótin, þegar börnin koma aftur í skólana eftir jólafríið. „Er einhver sem efast um að næsti Adam Lanza sé nú þegar byrjaður að undirbúa árás á næsta skóla?" spyr LaPierre, og segir að vopnaðir verðir séu við flugvelli, banka, skrifstofubyggingar, dómhús og jafnvel íþróttavelli. „En þegar kemur að því mikilvægasta, sem er að verja börnin okkar, þá leggja stjórnmálamenn og fjölmiðlar áherslu á að skólarnir séu byssulausir, og segja þar með öllum brjáluðum morðingjum í Bandaríkjunum að öruggasti staðurinn til að valda sem mestum óskunda og tjóni séu skólarnir okkar." Þetta eru viðbrögð samtakanna við fjöldamorðunum, sem hinn tvítugi Adam Lanza framdi í barnaskóla í Newtown á föstudag í síðustu viku. Þar myrti hann tuttugu börn ásamt kennurum, skólastjóra og sálfræðingi skólans. Morðin hafa vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum og sterkari kröfur en oft áður um að snúið verði af þeirri braut, að sem flestir geti verið með skotvopn heima hjá sér. Barack Obama forseti sagðist í gær taka mikið mark á þeim kröfum. Hann ítrekaði að hann væri staðráðinn í að gera allt sem í sínu valdi stæði til að „vernda börnin okkar" með því að herða reglur um skotvopnaeign. Hann hvatti jafnframt almenning í Bandaríkjunum til að láta í sér heyra: „Ef okkur á að takast þetta, þá þurfa mæður og feður, synir og dætur, lögregluþjónar og ábyrgir byssueigendur að leggja sig fram, bindast samtökum, láta í sér heyra, hringja í þingmenn sína eins oft og til þarf, standa upp og segja fyrir hönd barnanna okkar: Nú er nóg komið." Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
„Það eina sem getur stöðvað illmenni með byssu er góðmenni með byssu," segir Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Landssamtaka bandarískra byssueigenda (NRA). Hann skorar á Bandaríkjaþing að útvega án tafar fé til þess að hægt verði að ráða vopnaða verði í hvern einasta skóla í Bandaríkjunum. Þetta vonast hann til að verði orðið að veruleika strax eftir áramótin, þegar börnin koma aftur í skólana eftir jólafríið. „Er einhver sem efast um að næsti Adam Lanza sé nú þegar byrjaður að undirbúa árás á næsta skóla?" spyr LaPierre, og segir að vopnaðir verðir séu við flugvelli, banka, skrifstofubyggingar, dómhús og jafnvel íþróttavelli. „En þegar kemur að því mikilvægasta, sem er að verja börnin okkar, þá leggja stjórnmálamenn og fjölmiðlar áherslu á að skólarnir séu byssulausir, og segja þar með öllum brjáluðum morðingjum í Bandaríkjunum að öruggasti staðurinn til að valda sem mestum óskunda og tjóni séu skólarnir okkar." Þetta eru viðbrögð samtakanna við fjöldamorðunum, sem hinn tvítugi Adam Lanza framdi í barnaskóla í Newtown á föstudag í síðustu viku. Þar myrti hann tuttugu börn ásamt kennurum, skólastjóra og sálfræðingi skólans. Morðin hafa vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum og sterkari kröfur en oft áður um að snúið verði af þeirri braut, að sem flestir geti verið með skotvopn heima hjá sér. Barack Obama forseti sagðist í gær taka mikið mark á þeim kröfum. Hann ítrekaði að hann væri staðráðinn í að gera allt sem í sínu valdi stæði til að „vernda börnin okkar" með því að herða reglur um skotvopnaeign. Hann hvatti jafnframt almenning í Bandaríkjunum til að láta í sér heyra: „Ef okkur á að takast þetta, þá þurfa mæður og feður, synir og dætur, lögregluþjónar og ábyrgir byssueigendur að leggja sig fram, bindast samtökum, láta í sér heyra, hringja í þingmenn sína eins oft og til þarf, standa upp og segja fyrir hönd barnanna okkar: Nú er nóg komið."
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira