Erlent

Everestfjall í nýju ljósi - Ljósmyndin er 3.8 milljarðar pixlar

MYND/David Breashears
Kvikmyndagerðarmaðurinn og göngugarpurinn David Breashears eyddi síðasta sumri í að taka rúmlega 400 myndir af Everestfjalli og hlíðum þess. Hann hefur nú birt risavaxna ljósmynd af fjallinu mikla sem hefur vakið athygli víða um heim.

Ljósmyndin er sannarlega tilkomumikil en hún er samsett úr 3.8 milljörðum pixla og er þannig ein stærsta ljósmynd allra tíma. Hægt er að stækka og þysja inn í myndina á alla vegu. Það er jafnvel hægt að sjá agnarsmáa göngumenn í hlíðum fjallsins.

Hægt er að nálgast ljósmyndina hér.

Everest er hæsta fjallið á myndinni, fyrir miðju. Hægt er að smella á nokkur merki á myndinni til að fá yfirgripsmikið sjónarhorn af fjallinu, fjallgöngumönnum og búðum þeirra.

Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á þeim áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa haft á Everest og fjöllin í kring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×