Erlent

Fundu syngjandi frosk og gangandi fisk

Syngjandi froskur, gangandi fiskur og slanga með rúbínrauð augu eru meðal þeirra nýju dýrategunda sem fundist hafa í árósum Mekong fljótsins í Víetnam á síðastliðnu ári.

Alls hafa 126 nýjar dýrategundir fundist á þessum slóðum en World Wildlife Fund hefur verið með sérstakt átak í gangi við Mekong fljótið til að kanna þar fjölbreytileika dýralífsins.

Froskurinn sem hér um ræðir syngur eins og fugl og hinn gangandi fiskur getur skriðið um á þurru landi svipað og slanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×