Erlent

Ekkert bólar á heimsendi í Ástralíu - enn sem komið er

Athugið að myndin er sviðsett.
Athugið að myndin er sviðsett.
Heimsendir ætti að vera hafinn, það er að segja í Ástralíu. þar er kominn nýr dagur, sá síðasti ef spár reynast réttar. Aftur á móti hefur enginn í Ástralíu orðið var við dramatískar breytingar, í það minnsta ekki samkvæmt frásögn á vefnum Heraldsun.

Þar hefst greinin þeirra einfaldlega á orðunum, í grófri þýðingu þó: „Ef þið eruð að lesa þetta, þá hefur það ekki gerst enn."

Þó er heimsendir ekki útilokaður, enda ómögulegt að gera slíkt nema maður búi yfir hæfileikanum að sjá inn í framtíðina. Mikið hefur verið fjallað um heimsendi sem Maya-ættbálkurinn á að hafa spáð fyrir um, og mun vera byggt á misskilningi samkvæmt vísindamönnum.

Vísir hefur þó fengið sterk viðbrögð undanfarna daga vegna fregna af heimsenda undanfarið, þar á meðal frá yngri lesendum fréttamiðilsins. Eðlilega eru sumir áhyggjufyllri en aðrir, en það er líklega óhætt að fullyrða það hér á Vísi, að líkur á heimsenda á morgun, eru nær engar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×