Erlent

Sprengjuárásir kostuðu tugi lífa

Tugir manna féllu í sprengjuárásum stjórnarhersins á borgirnar Aleppo og Daraa í Sýrlandi í gær, á öðrum degi lokahátíðar föstumánaðarins ramadan.

Erlent

"Tony var vinur minn og ég mun sakna hans"

Talið er að breski kvikmyndagerðarmaðurinn Tony Scott, sem svipti sig lífi í gær, hafi nýlega verið greindur með ólæknandi heilakrabbamein. Það er bandaríska fréttastofan ABC sem greinir frá þessu.

Erlent

Múslimar brjóta föstu sína

Múslimar víðs vegar um heim brutu föstu sína í gær þegar heilagi mánuðurinn Ramadan kláraðist. Nú halda múslimar upp á hátíðina Eid al-Fitr, sem markar lok föstunnar, með miklum veislum, gleði og bænahaldi. Á myndinni hér til hliðar stendur blöðrusali nærri mosku í Pakistan tilbúinn að selja múslimum blöðrur eftir bænagjörð.

Erlent

Mánudagar eru ekki verstu dagar vikunnar

Fólk stendur almennt í þeirri trú að því sé sérstaklega illa við mánudaga og það séu verstu dagar vikunnar. Vísindamenn hafa nú sýnt fram á að þessi almenna sannfæring er röng. Fólki er í raun jafnilla við alla aðra vikudaga að föstudögum undanskildum.

Erlent

Tony Scott stökk fram af brú

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að Tony Scott, leikstjóri, hafi látist við að stökkva fram af Los Angeles brúnni. Málið er rannsakað sem sjálfsmorðsmál. Nokkrir einstaklingar hringdu í neyðarlínu Bandaríkjanna, 911, á svipuðum tíma og tilkynntu að einhver hefði stokkið fram af brúnni. Síðar fundust sjálfsmorðsbréf á skrifstofu hans. The New York Times greinir frá þessu.

Erlent

Stórlaxar á bak við smygl ósnertanlegir

Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini.

Erlent

Sakaður um að hafa bitið lögreglumann

Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, var yfirheyrður af lögreglunni í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun en hann er sakaður um að hafa bitið lögreglumann í mótmælum þegar dómur var kveðinn upp fyrir stúlkna-pönk-hljómsveitinni Pussy Riot í síðustu viku.

Erlent

Ekvador heitið stuðningi vegna hótana Breta

Ríki í Suður-Ameríku hafa heitið Ekvador stuðningi í deilu þeirra við Suður Ameríku. Bresk stjórnvöld eru sögð hafa haft í hótunum við Ekvador vegna ákvörðunar um að veita Julian Assange pólitískt hæli. Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í London frá því í júní og í síðustu viku var ákveðið að veita honum hæli. Hann kemst þó ekki úr sendiráðinu vegna þess að Bretar hafa sagst ætla að handtaka hann um leið og hann fer úr sendiráðinu.

Erlent

Árangur undir öðrum kominn

„Vandamálið er ekki hvað ég get gert öðruvísi, heldur hvernig hinir ætla að hegða sér öðruvísi,“ segir Lakhdar Brahimi, nýr friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi.

Erlent

Vöxtum verði haldið í lágmarki

Inngrip Seðlabanka Evrópusambandsins í skuldavanda evruríkjanna verða líklega fólgin í því að bankinn kaupi upp hluta af skuldum skuldugustu ríkjanna, og haldi með því vöxtum á öðrum skuldum ríkjanna niðri.

Erlent

Handtóku þroskahefta stelpu fyrir að vanhelga Kóraninn

Pakistanska lögreglan handtók um helgina ellefu ára gamla, þroskahefta stelpu, eftir að hópur folks í landinu sakaði hana um að hafa vanhelgað Kóraninn, trúarrit múslima. Hópurinn hótaði að brenna heimili kristinna manna fyrir utan Islamabad, höfuðborg landsins, en stúlkan er kristinnar trúar.

Erlent

Báðust afsökunar á veðurspánni

Veðurfréttamenn BBC fréttastofunnar báðust í gær afsökunar á því að hafa spáð rangt fyrir um veðrið. Í síðustu viku höfðu veðufréttamennirnir sagt frá því að von væri á sólskini og hlýju veðri á sunnudeginum. Það gerði hins vegar úrhellisrigningu á suðausturhluta Englands í gær.

Erlent

Ungfrú heimur kemur frá Kína

Kínverska fegurðardrottningin Yu Wenxia var kjörin ungfrú heimur í við hátíðlega athöfn í borginni Ordos í Kína um helgina. Þetta er aðeins í annað skiptið sem kínversk stúlka hlýtur titilinn en síðast gerðist það árið 2007.

Erlent

Tony Scott látinn

Breski leikstjórinn Tony Scott er látinn sextíu og átta ára að aldri. Samkvæmt fréttastofunni AP sást leikstjórinn klifra upp á grindverk á Vincent Thomas-brúnni í Kaliforníu í gær og hoppa niður. Bandaríska strandgæslan fann svo lík leikstjórans með hitamyndavélum í nótt og bíl hans skammt frá brúnni. Scott var þekktastur fyrir að hafa gert bíómyndir á borð við Top Gun og Days of Thunder. Hann var bróðir leikstjórans Ridley Scott.

Erlent

Leitin að norsku stúlkunni engan árangur borið

Leit að norsku stúlkunni Sigrid Schjetne hélt áfram í Osló um helgina, en án árangurs. Á laugardag leituðu um 100 manns við Østensjø skólann. Á laugardagskvöld hétu foreldrar Sigrid verðlaunum til hana þeim sem gætu veitt upplýsingar sem leiddu til þess að stúlkan kæmi í leitirnar.

Erlent

Eiginkona Bo Xilai dæmd til dauða

Gu Kailai, eiginkona kínverska stjórnmálamannsins Bo Xilai, var í morgun dæmd til dauða fyrir morðið á breska kaupsýslumanninum Neil Naywood, sem fannst látinn á hótelherbergi sínu í nóvember í fyrra.

Erlent

Segir breska lögreglu hafa farið inn í sendiráðið í vikunni

Stofnandi WikiLeak, Julian Assange, hélt ræðu á svölum sendiráðs Ekvadors í Lundúnum í dag. Þar sagði hann meðal annars að breska lögreglan hefði farið inni í sendiráðið á miðvikudagskvöldinu vegna ótilgreindrar ógnar. Assange segist hafa heyrt í lögreglumönnum í brunastiganum inni í húsinu á leiðinni upp á hæðina til hans.

Erlent

Assad í fyrsta sinn á opinberum vettvangi síðan í júlí

Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, birtist í landinu í fyrsta sinn opinberlega síðan í júlí þegar hann mætti í mosku í höfuðborginni Damaskus í gærmorgun. Með honum auk öryggisvarða voru forsætisráðherra landsins en varaforseti landsins var hvergi sjáanlegur.

Erlent

Assange með yfirlýsingu í dag

Búist er við því að Julian Assange, forsprakki Wikileaks, gefi út yfirlýsingu í dag á tröppum sendiráðs Ekvadors í Lundúnum klukkan eitt í dag. Mál hans hefur vakið harðar deilur en Assange, sem átti að framselja til Svíþjóðar frá Bretlandi, fékk á dögunum pólitískt hæli í Ekvador.

Erlent

Rússneskir prestar fyrirgefa Pussy Riot

Háttsettir prestar í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni báðu í dag um miskunn til handa liðsmanna Pussy Riot hljómsveitarinnar. Samkvæmt fréttavef AP þá er ekki talið líklegt að dómskerfið hlusti á bænir prestanna og mildi tveggja ára dóm sem konurnar þrjár hlutu í gær.

Erlent

Lokatilraun til bjargar laxinum

Stærsta verkefni við endurheimt vistkerfis í bandarískri sögu er hafið með niðurrifi tveggja stíflumannvirkja í Penobscot-ánni . Í fyrsta skipti í nær 200 ár nær fiskur að ganga upp á hrygningarsvæði sín. Um samvinnuverkefni orkufyrirtækja, stjórnvalda og almennings er að ræða. Svavar Hávarðsson kynnti sér framgang verkefnis sem leggur línuna í umhverfisvernd upp á nýtt.

Erlent

Brahimi tekinn við af Kofi Annan

Alsírski diplómatinn og fyrrum hermaðurinn Lakhdar Brahimi hefur tekið við sem erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi eftir að Kofi Annan sagði starfinu lausu.

Erlent