Erlent

Var 64 ára þegar Gagarín fór út í geim

Japaninn Jeroemon Kimura, sem hefur verið elsti karlmaður í heimi um nokkurt skeið, er nú orðin elsta manneskja í heiminum, eftir að hin bandaríska Dina Manfredini lést um miðjan mánuðinn, 115 ára að aldri. Kimura er 115 ára og 254 daga gamall.

Í gær fékk hann viðurkenningu frá Heimsmetabók Guinness og var himinlifandi með útnefninguna. Hann er fæddur árið 1897 og er einungis þriðji maðurinn í sögunni sem nær 115 ára aldri. Hann hefur lifað á þremur öldum. Hann á 14 barnabörn, 25 barnabarnabörn og 13 barnabarnabarnabörn. Nokkuð gott.

Ef við setjum þetta í sögulegt samhengi þá hafa 20 forsetar verið í Bandaríkjunum á meðan Kimura hefur verið á lífi. Þegar hann var sex ára flugu Wright bræður fyrstu flugvélinni, þegar hann var 64 ára fór Yuri Gagarín fyrstur manna út í geim og þegar hann var 93 ára kom internetið til sögunnar.

Langlífinu þakkar hann sólskininu og heilusamlegu líferni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×