Erlent

Gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að vilja auka réttindi samkynhneigðra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron er forsætisráðherra Breta.
David Cameron er forsætisráðherra Breta. Mynd/ AFP.
Vincent Nichols, erkibiskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Englandi og Wales, gagnrýnir stjórnvöld þar í landi harðlega fyrir áform um að heimila hjónabönd samkynhneigðra, en til stendur að slík hjónabönd verði leyfð á árinu 2014.

„Þetta háttalag er til skammar," sagði Nichols í viðtali við BBC. Þetta var ekki í neinni stefnuyfirlýsingu hjá neinum flokki," segir hann. Þá hafi drottningin ekki tekið málið fyrir í neinum ræðum. Lýðræðislega séð sé þetta ferli því allt til skammar.

Talsmenn réttinda samkynhneigðra brugðust ókvæða við þessum yfirlýsingum og hvöttu Nichols til þess að endurskoða jólaboðskap sinn, eftir því sem fram kemur á vef The Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×