Erlent

Skrifa skilaboð á hvert einasta kaffimál

BBI skrifar
Mynd/AFP
Starbucks hyggst nota kaffimál sín til að koma mikilvægum pólitískum skilaboðum á framfæri næstu daga.

Til þess að hvetja stjórnmálamenn til að sameinast og búa til ábyrgðarfulla áætlun í efnahagsmálum og koma í veg fyrir að Bandaríkin lendi í meiriháttar efnahagsvanda munu starfsmenn Starbucks skrifa „Come Together" á hvern einasta kaffibolla sem seldur verður í kaffiverslunum í Washington D.C.

Framkvæmdastjóri Starbucks sagði á bloggsíðu sinni að fyrirtækið hefði tækifæri - og bæri jafnvel skylda - til að nota stærð sína og bolmagn til að senda jákvæð og uppbyggjandi skilaboð til kjörinna fulltrúa og fá þá til að leysa þetta aðsteðjandi vandamál.

Frá þessu er sagt á fréttavef ABCnews.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×