Erlent

Tveir slökkviliðsmenn myrtir

Frá vettvangi í gær
Frá vettvangi í gær
Tveir slökkviliðsmenn voru myrtir og tveir aðrir særðust þegar þeir brugðust við brunaútkalli í bænum Webster í New York ríki í gær.

Lögreglan segir að um gildru hafi verið að ræða og að morðinginn hafi kveikt í húsaþyrpingu í bænum og síðan beðið þess að slökkviliðið kæmi á staðinn. Þegar þeir mættu hóf hann skothríð með fyrrgreindum afleiðingum. Morðinginn, sem var sextíu og tveggja ára karlmaður, svipti sig síðan lífi.

Systir hans er nú leitað en óttast er að hún hafi farist í eldinum.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann hafði á árum áður setið af sér sautján ára langan fangelsisdóm fyrir að myrða ömmu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×